
Updated: Jan 26, 2020
Jóndís heiti ég. Átti að heita Jón, svo fæddist ég stelpa og því var bara einhverju stelpunafni hent fyrir aftan nafnið. Kom betur út en maður hefði haldið. Bæði nafnið og ég.

Mig hefur langað í mörg ár að opna bloggsíðu en aldrei haft kjarkinn til að framkvæma þann draum. 2020 færði mér þennan kraft sem vantaði. Þar sem dagarnir næstu mánuði munu fara í sjálfsást og enduruppbyggingu er tilvalið að nota þann frítíma sem ég er að upplifa, sem er aðeins meiri en ég er vön, í að uppfylla langþráða drauma. Svo hér fáið þið mína fyrstu bloggfærslu.

Ég hugsa mikið og margt og mun líklega koma einhverjum hugsunum í orð og deila með ykkur, eins skjalfesti ég lífið mikið á filmu og mun deila þeim heimildum hér einnig. Ég er tískuunnandi mikill og það áhugamál mun fá að skína í gegn á þessum vettvangi.
Svo elska ég kaffi. Það mun líklega oft koma fram.

Hlakka til að búa mér til vettvang sem mun snúast að mestu um mig og mitt. Enda frek og athyglissjúk frá fyrsta degi.
"Þótt að þér sé þrengt frá öllum hliðum skaltu skarta þinni tign meðan stætt er" er ljóð eftir pabba minn, Hinrik Má Jónsson, sem ég er búin að gera að lífsmottóinu mínu. Fyrir mér heitir það Jóndís.
xo
jóndís