JÓNDÍS HINRIKSDÓTTIR

hugleiðingar ungrar konu um lífið og tísku í máli og myndum ásamt nóg af kaffi og æðruleysi til að takast á við hinar ýmsu brekkur sem lífið hefur upp á að bjóða

DSC00125.jpg
 
 

janúar hugleiðing

Updated: Feb 1, 2020

Þessi fyrsti mánuður ársin hefur svo sannarlega minnt okkur á hvað dagurinn í dag er mikilvægur og dagurinn á morgun engum tryggður. Veðráttan hefur leikið okkur grátt. Dökkgrátt. Hún minnir okkur reglulega á hvað mannshöndin er vanmáttug gagnvart hinum ýmsu náttúruöflum.

Vindurinn veltir hræddum hjörtum

vanmáttug er lítil hönd.

Snjórinn slekkur á lífsins kertum

sigra samfélagsins bönd.


Að setjast upp í bíl og keyra af stað er alltaf ákveðin óvissa þegar íslenska veðráttan er sú sem hefur yfirhöndina á færð og vegum. Hvort allir komist heilir á leiðarenda í rökkrinu enginn veit fyrr en veit. Að stíga upp í flugvél sem flýgur svo af stað er alltaf ákveðin óvissa þar sem stjórnin er ekki þín, heldur setur þú traust þitt yfir á einhvern annan og annað. Að ganga um borð í skip sem siglir svo af stað er alltaf ókveðin óvissa því erfitt er að spá fyrir um lífsins ólgusjó.


Margt er hægt að hræðast og lífið er allskonar á litinn. En svo mörgu ráðum við engu um,

margt sem við ráðum ekkert við. Oft er okkar eina hlutverk að treysta og þakka fyrir. Treysta því að við séum örugg í bílnum, flugvélinni, skipinu. Lífinu öllu. Treysta því að ekkert bili, að ekkert klikki og að allir komist heilir á leiðarenda. Og ef eitthvað gerist þá þakka fyrir. Þakka fyrir ef það bjargast og þakka fyrir ef ekki. Þakka þá fyrir allt sem búið er, sem áður var og áfram verður þó við séum á sitthvorum staðnum. Því þó margt sé að hræðast, skal enginn hræðast lífið heldur lifa því eins og hver einasti dagur sé sá síðasti. Þá verður eftirsjáin engin.


Spörum svo ekki "ég elska þig".


xo

Jóndís

0 comments

Recent Posts

See All
 

"Þótt að þér sé þrengt frá öllum hliðum skaltu skarta þinni tign meðan stætt er"

Hinrik Már Jónsson