JÓNDÍS HINRIKSDÓTTIR

hugleiðingar ungrar konu um lífið og tísku í máli og myndum ásamt nóg af kaffi og æðruleysi til að takast á við hinar ýmsu brekkur sem lífið hefur upp á að bjóða

DSC00125.jpg
 
 

Kaffiást

Mín fyrsta ljóðabók er væntanleg með vorinu. Bókin er 116 blaðsíður og eiga öll ljóðin það sameiginlegt að innihalda eitthvað um kaffi. Kaffi og tilfinningar.





Ég er mikil kaffikona og hefur kaffið reynst mér vel í gegn um storma lífsins. Það er gott að eitthvað í lífinu er staðfast, ljúft og bregst aldrei - líkt og kaffið. Allir sem elska kaffi og hafa tilfinningar ættu að hafa gaman af bókinni. Og þeir sem ekki drekka kaffi byrja að öllum líkindum eftir lesturinn. Og þeir sem ekki hafa tilfinningar - guð hjálpi ykkur.

Forsala á bókinni verður 18. - 25. apríl fyrir þá sem vilja tryggja sér eintak, sem ég mæli heilshugar með. Forsalan fer fram hér á vefsíðunni minni og einnig í gegn um skilaboð á facebook og instagram.

Verðið á bókinni eru litlar 4500 íslenskar krónur.





kaffikveðjur,

Jóndís













0 comments

Recent Posts

See All
 

"Þótt að þér sé þrengt frá öllum hliðum skaltu skarta þinni tign meðan stætt er"

Hinrik Már Jónsson