
Karen og monsa
Ég er svo ótrúlega ánægð og montin með útkomuna á þessari myndatöku að ég verð að fá að deila henni með ykkur. Ég var búin að vera með þessa hugmynd í kollinum mjög lengi og útkoman var miklu betri en ég þorði að vona. Karen er náttúrulega súpermódel, fáir sem hafa tærnar þar sem hún hefur hælana, og litla monsan okkar er gríðarlega fallegur fylgihlutur. Mikið hlakka ég til að fá að mynda hana þegar hún loksins kemur úr bumbunni.