JÓNDÍS HINRIKSDÓTTIR

hugleiðingar ungrar konu um lífið og tísku í máli og myndum ásamt nóg af kaffi og æðruleysi til að takast á við hinar ýmsu brekkur sem lífið hefur upp á að bjóða

DSC00125.jpg
 
 

lægðin

,,Um morguninn var bálhvasst, sólskin um hádegi, éljagangur um kaffileytið og rigning um kvöldið", gæti verið setning sögð um íslenska veðráttu.


Þrátt fyrir að hafa alla tíð búið hér og alist hér upp virðist maður aldrei ná að venjast henni til fulls. Það er alltaf örlítið pirrandi þegar það rignir allan júní, og alltaf örlítið pirrandi þegar kuldinn kemur og þú þarft að skafa af bílnum, það er alltaf örlítið pirrandi að þurfa að moka bílinn upp þrisvar sinnum sama dag og það er alltaf örlítið pirrandi að hafa verið klukkutíma að slétta á sér hárið bara til þess að njóta þess að sjá það fjúka í allar áttir um leið og stigið er út.


Í einhverri af þeim fjölmörgu lægðum síðustu vikna sat ég á Bláu könnunni og horfði út um gluggann og skrifaði niður nokkur orð:


Þeir segja að öll él eigi að birta um síðir

Hríðin þrálát þó og leiðinleg er

Og lægðin endist alltaf töluvert lengur

En karlinn sem liggur hér hliðin á mér.


Við fáum þá allavega rigningu og snjó, það eru víst ekki öll lönd eins heppin. Veit ekki hvað ég get svo sem sagt um karldýrið, þar er heppni heldur ekki alltaf til staðar, en það er annað mál.

xo

jóndís0 comments

Recent Posts

See All
 

"Þótt að þér sé þrengt frá öllum hliðum skaltu skarta þinni tign meðan stætt er"

Hinrik Már Jónsson