JÓNDÍS HINRIKSDÓTTIR

hugleiðingar ungrar konu um lífið og tísku í máli og myndum ásamt nóg af kaffi og æðruleysi til að takast á við hinar ýmsu brekkur sem lífið hefur upp á að bjóða

DSC00125.jpg
 
 

Meiri ljósmyndun með hækkandi sól

Ég hef ekki verið dugleg með þessa síðu síðustu vikurnar, enda þurft að setja annað í fyrsta sæti. Með hækkandi sól hef ég hins vegar tekið þráðinn upp að nýju með smá breytingum og hef bætt við ljósmyndum eftir mig. Dálkinn má finna ofarlega á síðunni til hægri. Endilega kíkið á.


Að mynda börn og fólk finnst mér mjög gaman og hef ákveðið að bjóða upp á allskonar myndatökur í vor og sumar. Barnamyndir, meðgöngumyndir, útskriftarmyndir, brúðkaupsmyndir, fjölskyldumyndir, paramyndir og bara allt sem okkur dettur í hug. Jafnvel þó þig langi bara í nokkrar fínar fyrir instagram þá er ég til í allt. Hafið endilega samband við mig með ykkar hugmyndir og við finnum stað og stund og ég gef ykkur tilboð. Þau verða vel viðráðandi.Myndatökurnar vil ég hafa persónulegar og notalegar þar sem við notumst við það sem við höfum hverju sinni. Góð birta inn um stofugluggan hjá flestum getur framkallað dásamlegar myndir. Myndin hérna að ofan af Sunnevu Dís vinkonu minni er tekin í sófanum heima hjá henni. Það mætti halda að hún hafi aldrei gert neitt annað en að vera fyrirsæta.


Læt fylgja nokkrar með en fleiri er hægt að sjá undir Ljósmyndir dálknum hér að ofan.
Mynda þó að sjálfsögðu ekki fyrr en í fyrsta lagi 4. maí, eða þar til það er orðið öruggt fyrir alla.


xo

Jóndís

0 comments

Recent Posts

See All
 

"Þótt að þér sé þrengt frá öllum hliðum skaltu skarta þinni tign meðan stætt er"

Hinrik Már Jónsson