JÓNDÍS HINRIKSDÓTTIR

hugleiðingar ungrar konu um lífið og tísku í máli og myndum ásamt nóg af kaffi og æðruleysi til að takast á við hinar ýmsu brekkur sem lífið hefur upp á að bjóða

DSC00125.jpg
 
 

Sæþór og Karen útskrifuð!

Sæþór litli bróðir minn útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í gær og Karen hans (okkar) útskrifaðist frá Verzlunarskóla Íslands þann 23. maí síðast liðinn. Í tilefni þess komum við fólkið þeirra saman og um kvöldið var slegið til heljarinnar veislu eins og okkar manni eru einum lagið. Framtíð þeirra skötuhjúa er björt og spennandi tímar framundan. Ég hef alltaf verið rosalega stolt af bróður mínum en að mínu mati er þó hans stærsta afrek að næla sér í Karen, hún er dásamleg viðbót við fjölskylduna.


Veisla aldarinnar.
0 comments

Recent Posts

See All
 

"Þótt að þér sé þrengt frá öllum hliðum skaltu skarta þinni tign meðan stætt er"

Hinrik Már Jónsson