JÓNDÍS HINRIKSDÓTTIR

hugleiðingar ungrar konu um lífið og tísku í máli og myndum ásamt nóg af kaffi og æðruleysi til að takast á við hinar ýmsu brekkur sem lífið hefur upp á að bjóða

DSC00125.jpg
 
 

þakklætispóstur

Updated: Jan 26, 2020

Ég var svo lánsöm að alast upp með ömmu og afa mömmumegin á neðri hæðinni. Lilla amma og Sæmi afi. Þau hafa bæði mótað mig mikið og á ég dásamlegt samband við þau bæði. Amma sá alltaf til þess að við systkinin fengjum kökur og gotterí á hverjum degi og þegar ma og pa neituðu okkur um það þá lá leiðin beint niður til ömmu. Svo er hún mesta fasjónistan og deilum við því áhugamáli saman. Lánum hvor annari föt eða bíttum. Afi sá til þess að við lærðum borðsiðina og borðuðum allan matinn af disknum okkar áður en farið var frá borði. Og enga olnboga upp á borð. Afi er og hefur líka alltaf verið mjög skemmtilegt áhorfsefni. Að fylgjast með afa fikta í bílunum sínum og vélunum sínum var oft eins og ákveðin dáleiðsla og að fá að sitja í farþegasætinu á MANinum var toppurinn á tilverunni. Ég spurði afa um jólin hvar og hvenær þau amma hittust fyrst. Hann gat ómögulega svarað því, en í staðin fékk ég 378 sögur af bílinum hans.


Þau fá að eiga fyrsta þakklætispóstinn.


Þau komu í kaupstaðarferð á afmælisdegi ömmu í ágúst þar sem tekið var smá mánudagsfyllerí með koníaki sem sjá má í örmum afa á myndinni.

Þau eru ekkert eðlilega fyndin.

Best.

Sjá þau!Neðrihæðin á Grund.Hann er á samningi hjá Eskimo.Maður finnur hana yfirleitt í eldhúsinu.


xo

jóndís

0 comments

Recent Posts

See All
 

"Þótt að þér sé þrengt frá öllum hliðum skaltu skarta þinni tign meðan stætt er"

Hinrik Már Jónsson